Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 15:32
Ívan Guðjón Baldursson
Nacho meiddur út tímabilið: Óskar Leiknismönnum góðs gengis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras verður ekki meira með Keflavík á þessu keppnistímabili.


Nacho meiddist á ökkla og missir af næstu vikum en Keflvíkingar eru nú þegar öruggir með sæti sitt í Bestu deildinni.

Nacho greindi sjálfur frá þessu á Twitter í dag og óskaði liðsfélögum sínum góðs gengis. Hann óskaði fallbaráttuliði Leiknis R. góðs gengis í leiðinni en liðið er þessa stundina að spila mögulegan úrslitaleik við FH í fallbaráttunni.

Nacho lék með Leikni sumarið 2019 áður en hann var fenginn yfir til Keflavíkur.

FH er með tveggja marka forystu eftir tæpar 20 mínútur gegn Leikni.


Athugasemdir
banner
banner
banner