Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras verður ekki meira með Keflavík á þessu keppnistímabili.
Nacho meiddist á ökkla og missir af næstu vikum en Keflvíkingar eru nú þegar öruggir með sæti sitt í Bestu deildinni.
Nacho greindi sjálfur frá þessu á Twitter í dag og óskaði liðsfélögum sínum góðs gengis. Hann óskaði fallbaráttuliði Leiknis R. góðs gengis í leiðinni en liðið er þessa stundina að spila mögulegan úrslitaleik við FH í fallbaráttunni.
Nacho lék með Leikni sumarið 2019 áður en hann var fenginn yfir til Keflavíkur.
FH er með tveggja marka forystu eftir tæpar 20 mínútur gegn Leikni.
Athugasemdir