Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Kristjáns: Ekki erfitt að smíða þessa samsæriskenningu
Vinnum eftir því að Rúnar sé með eins árs samning
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór að fara yfir leynilegar upplýsingar hjá Jökli.
Halldór að fara yfir leynilegar upplýsingar hjá Jökli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er samningsbundinn félaginu í eitt ár í viðbót. Einhverjar vangaveltur hafa verið um framtíð Rúnars, hvort hann tæki við starfi hjá KSÍ, starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá KR eða stígi til hliðar eftir tímabilið.

Gengi KR á tímabilinu hefur verið undir væntingum, liðið endar í besta falli í 4. sæti Bestu deildarinnar og verður ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Fótbolti.net ræddi við Pál Kristjánsson sem er formaður knattspyrnudeildar KR. Er 100% að Rúnar verði áfram þjálfari hjá KR á næsta tímabili?

„Ja, hann er með eins árs samning við okkur. Það hefur í sjálfu sér ekki verið tekin ákvörðun um neitt annað," sagði Páll.

„Það hafa allir orðið fyrir vonbrigðum með árangur liðsins og eitthvað þurfum við að gera til að reyna bæta okkur í þeim efnum. En við vinnum eftir því að Rúnar sé með eins árs samning. Svo þurfum við eitthvað að gera til að bæta hjá okkur árangurinn, með því að hrista upp í teyminu og annað slíkt."

Hvernig er með stöðu aðstoðarþjálfara?

„Bjarni (Guðjónsson) tók tímabundið við því starfi, út sumarið og það er ljóst að hann er bara út þetta tímabil. Við eigum bara eftir að púsla þessu saman, það var ákveðið að klára tímabilið og svo setjast menn niður. Auðvitað erum við eitthvað að skipuleggja okkur fram í tímann, en það er ekki búið að ganga frá einu né neinu."

Kristján Óli Sigurðsson, einn af meðlimum Þungavigtarinnar, sagði í færslu á Twitter að þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson myndu taka við KR eftir tímabilið. Eru þeirra nöfn til umræðu á skrifstofu KR?

„Þetta eru bara góðir vinir mínir og ég tala reglulega við þá. En ég hef ekki talað við þá um að taka við þjálfun KR. Þeir eru eins og allflestir þjálfarar í þessari deild með tengingu við KR. Það er eðlilegt ef nöfn þeirra koma upp í kollinum á okkur. En ég veit ekki betur en að þeir séu með samning annars staðar. Ekki erfitt að smíða þessa samsæriskenningu," sagði Páll.

Þeir Halldór, Jökull og Páll eru allir fæddir árið 1984 og ólust upp í KR. Þeir Halldór og Páll þjálfuðu saman lið KV tímabilin 2012-2014. Halldór er í dag aðstoðarþjálfari Breiðabliks og Jökull er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner