Ashley Young, leikmaður Aston Villa á Englandi, skoraði laglegt jöfnunarmark fyrir liðið gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Emmanuel Dennis kom Forest yfir á 15. mínútu leiksins en sú forysta varði ekki lengi.
Sjö mínútum síðar fékk Ashley Young boltann fyrir utan vítateig Forest og lét hann vaða með föstu skoti í vinstra hornið.
Það hefur lengi verið vitað að Young sé með ýmislegt í vopnabúrinu og sannaði hann það enn og aftur í kvöld en markið má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir