Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Skrítinn dagur hjá Muriqi
Vedat Muriqi
Vedat Muriqi
Mynd: EPA
Elche 1 - 1 Mallorca
0-0 Vedat Muriqi ('12 , Misnotað víti)
1-0 Ezequiel Ponce ('15 )
1-1 Vedat Muriqi ('71 , víti)
Rautt spjald: ,Lucas Boye, Elche ('61)Vedat Muriqi, Mallorca ('85)

Vedat Muriqi, framherji Mallorca, átti heldur betur viðburðarríkan dag á skrifstofunni er lið hans gerði 1-1 jafntefli við Elche í La Liga á Spáni.

Muriqi fór á punktinn á 12. mínútu leiksins en markvörður heimamanna varði frá honum.

Þremur mínútum síðar kom Ezequiel Ponce liði Elche yfir og þar við sat í hálfleik.

Lucas Boye, framherji Elche, fékk að líta rauða spjaldið á 61. mínútu og tíu mínútum síðar fékk Mallorca annað víti. Muriqi fór í þetta sinn fullur sjálfstrausts á punktinn og skoraði, en fjórtán mínútum síðar var hann rekinn af velli. Hann fékk fyrst gula spjaldið en eftir skoðun VAR ákvað dómarinn að reka hann af velli.

Lokatölur 1-1. Mallorca er í 12. sæti með 9 stig en Elche á botninum með 2 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner