Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn aðalmaðurinn í endurkomu Atromitos
Viðar Örn Kjartansson er kominn með þrjú mörk í deildinni
Viðar Örn Kjartansson er kominn með þrjú mörk í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji Atromitos í Grikklandi, skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á PAS GIannina í úrvalsdeildinni í dag, en liðið var marki undir þegar fimmtán mínútur voru eftir áður en Viðar tók málin í sínar hendur.

Selfyssingurinn skoraði í fyrstu umferð deildarinnar í 3-1 sigri OFI Crete en hefur gengið í gegnum markaþurrð síðan.

Hann fór í gegnum fimm leiki án þess að skora en eitt er öruggt í þessu það er aldrei hægt að afskrifa Viðar.

Viðar var í byrjunarliði Atromitos í dag ásamt Samúel Kára Friðjónssyni. Samúel fór af velli á 60. mínútu og þremur mínútum síðar komst Giannina yfir. Chris Coleman, þjálfari Atromitos, fann fullkomna leið til að brjóta vörn Giannina en hann setti annan framherja inn til að hjálpa Viðari og gekk það eins og í sögu.

Þegar fimmtán mínútur voru eftir jafnaði Viðar metin með öðru marki sínu í deildinni er hann stangaði boltann í netið og ellefu mínútum síðar gerði hann sigurmarkið með hnitmiðuðu skoti og lokatölur 2-1 fyrir Atromitos sem er í 6. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner