Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man City og Real Madrid: Grealish fær tækifæri - Meiðslavesen á Real
Mynd: EPA
Það er stórleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester City fær Real Madrid í heimsókn í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitunum.

Ederson hefur jafnað sig af meiðslum eins og Ruben Dias en báðir eru í byrjunarliðinu, Dias spilaði fyrri hálfleikinn gegn Leyton í bikarnum í vikunni.

Jack Grealish lagði upp sigurmarkið í vikunni á Kevin de Bruyne og fær tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld. De Bruyne er einnig í byrjunarliðinu

Man City er með fjóra miðverði í liðinu en það eru aðeins tveir varnarmenn til taks hjá Real Madrid, miðjumennirnir Federico Valverde og Aurelien Tchouameni eru í vörninni. Þá er hið svakalega þríeyki, Rodrygo, Vinicius og Kylian Mbappe í fremstu línu.

Man City: Ederson, Akanji, Dias, Ake, Gvardiol, Stones, De Bruyne, Bernardo, Savinho, Grealish, Haaland.
Varamenn: Ortega Moreno, Marmoush, Kovacic, Doku, Nico, Gundogan, Nunes, Khusanov, Foden, O'Reilly, Lewis, McAtee

Real Madrid: Courtois, Valverde, Tchouameni, Ascencio, Mendy, Camavinga, Ceballos, Bellingham, Rodrygo, Vinicius, Mbappe.
Varamenn: Lunin, Modric, Guler, Endrick, Vallejo, Fran Garcia, Diaz, G Garcia, Ramon, Chema, Aguado

Leikir kvöldsins
17:45 Brest 0 - 2 PSG (í gangi)
20:00 Man City - Real Madrid
20:00 Juventus - PSV
20:00 Sporting - Dortmund
Athugasemdir
banner