Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 11. apríl 2023 11:33
Fótbolti.net
Sterkastur í 1. umferð - Það besta sem ég hef séð frá honum
Örvar Eggertsson (HK)
Örvar fagnar marki sínu í gær.
Örvar fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar Eggertsson, leikmaður HK, er sterkasti leikmaður fyrstu umferðar Bestu deildarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Örvar var algjörlega frábær þegar HK vann mjög svo óvæntan 3-4 sigur gegn nágrönnunum sínum í Breiðabliki í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 HK

„Hann var gjörsamlega frábær," sagði Sæbjörn Þór Steinke í Innkastinu núna áðan þegar rætt var um Örvar og hans frammistöðu í leiknum.

„Örvar er sennilega sneggsti leikmaðurinn í deildinni, allavega mesti íþróttamaðurinn," sagði Sæbjörn. „Hann er með frjálsíþrótta bakgrunn, hann er sérstakur leikmaður," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Ef hann er farinn að bæta því við sinn leik að geta klárað almennilega... svo var hann líka nálægt því að fiska rautt spjald. Blikarnir réðu ekkert við orkuna sem var í honum í þessum leik. Þetta er klárlega það besta sem ég hef séð frá honum," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og tók Sæbjörn undir það.

„Það langbesta."

Sjá einnig:
Innkastið - Tryllt byrjun á deild þeirra Bestu
Innkastið - Tryllt byrjun á deild þeirra Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner