Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 13:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Algjört lykilatriði að halda söknuðinum í lágmarki
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Íslands í Portúgal í gær.
Frá æfingu Íslands í Portúgal í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir Portúgal í gríðarlega mikilvægum leik í dag.
Ísland mætir Portúgal í gríðarlega mikilvægum leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er fjarri góðu gamni þegar Ísland mætir Portúgal í gríðarlega mikilvægum leik í umspilinu fyrir HM í dag.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

Flautað verður til leiks klukkan 17:00 og þá verða taugarnar þandar hjá stuðningsfólki Íslands, en stelpurnar okkar eru að reyna að komast inn á HM í fyrsta sinn.

Það er vont að vera án Karólínu í leiknum. Hún var stórkostleg á EM og spilaði mjög mikilvægt hlutverk í liðinu.

Hún var með langhæsta xA-ið (expected assists) í liðinu eða 1,36 í leikjunum þremur. Þá var hún með margar lykilsendingar og þar af var hún með sex stykki í leiknum gegn Belgíu á meðan næstu leikmenn liðsins voru bara með eina.

Hjá WyScout er lykilsending einfaldlega flokkuð sem sending sem býr til marktækifæri fyrir liðsfélagana.

Karólína var líka róleg og yfirveguð á boltanum, eitthvað sem vantaði gegn Hollandi í síðasta mánuði. Karólína var einnig fjarverandi í þeim leik.

„Við eigum fína möguleika. Þetta snýst um okkar frammistöðu og þá hluti sem við ætlum að gera, hvernig við komum inn í leikinn. Ef við spilum okkar besta leik þá vinnum við þennan leik," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Við búumst við ákveðnum hlutum og undirbúum okkur undir marga hluti. Við undirbúum okkur til dæmis undir hápressuna hjá þeim, hvað þær pressa hátt. Tvær fremstu hjá þeim eru mjög grimmar. Þær hlaupa mikið, eru rosalega duglegar. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær pressi okkur og hlaupi á móti okkur. Við þurfum að þora að halda boltanum og spila í gegnum þær. Við erum með ákveðnar hugmyndir með það. Ef við fáum sjálfstraust á boltann, þá eigum við að geta spilað í gegnum pressuna hjá þeim," sagði Steini.

Gegn Hollandi fékk maður tilfinninguna að það væri eins og stelpurnar vildu helst ekki vera með boltann. Þær voru alls 32 prósent með boltann í leiknum, en stelpurnar okkar áttu 139 heppnaðar sendingar gegn tæplega 500 heppnuðum sendingum Hollendinga.

Íslenska liðið var mikið að reyna langar sendingar, en við áttum bara ellefu heppnaðar sendingar á síðasta þriðjungi í öllum leiknum.

Það var klárt að það var mikill söknuður af Karólínu í þeim leik hvað varðar ró á bolta og færasköpun, en í dag þurfum við að finna leiðir til að sakna hennar sem minnst í okkar leik. Það hjálpar mögulega að Agla María Albertsdóttir er komin til baka eftir meiðsli en hún hefur sýnt það að hún er virkilega góð á boltanum. Aðrir leikmenn þurfa að stíga upp til þess að við komumst á HM í fyrsta sinn.

Sjá einnig:
Högg í hjartastað á 92:18 en við áttum það bara skilið
Athugasemdir
banner
banner
banner