
Portúgal verður andstæðingur Íslands í umspilinu fyrir HM í kvöld.
Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.
Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.
Leikurinn verður klukkan 17 að íslenskum tíma og fer fram á Estádio Capital do Móvel leikvangnum í Portúgal.
Þetta verður mjög spennandi en Ísland fer inn í leikinn sem sigurstranglegra liðið - allavega miðað við heimslista FIFA. Á þeim lista er Ísland í 14. sæti og Portúgal í 27. sæti.
Ísland og Portúgal hafa níu sinnum mæst í A-landsliði kvenna, Ísland hefur unnið sex leiki, Portúgal tvo og einn hefur endað með jafntefli.
Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir við Portúgal frá aldamótum eða sex leiki í röð. Síðast mættust liðin 2019 í leik á Algarve bikarnum og þar vann Ísland 4-1 stórsigur.
Agla María Albertsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir skoruðu mörk Íslands.
Það er áhugavert að rýna í tölfræðina frá þeim leik ef miðað er við WyScout. Portúgal var tæplega 70 prósent með boltann og kláraði meira en 300 fleiri sendingar í leiknum. Ísland var bara með 155 heppnaðar sendingar í leiknum en tókst samt sem áður að vinna.
Portúgalska liðið hefur verið í mikilli þróun síðustu ár og var á sínu öðru stórmóti í sumar er þær tóku þátt á Evrópumótinu í Englandi. Úr byrjunarliði Portúgals í leiknum 2019 eru sex af þeim í hópnum gegn Íslandi í kvöld.
Byrjunarlið Íslands var svona en það hafa margar breytingar orðið síðan þá þrátt fyrir að þrír af markaskorurunum séu enn í hópnum núna.
Með því að smella hérna er hægt að sjá líklegt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn í kvöld.
Hægt er að sjá mörkin úr síðasta sigri Íslands gegn Portúgal á vefsíðu RÚV með því að smella hérna.
Leikurinn í kvöld er auðvitað í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir