Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti GW 15 Cole Palmer bætti met!
Enski boltinn - Óreiða á Old Trafford og stærstu mistök Guardiola
Tveggja Turna Tal - Teitur Þórðarson
Útvarpsþátturinn - Stjörnumaðurinn Andri og Elías um brjálæðið á Skaganum
Hugarburðarbolti Þáttur 15 GW14 Er Mo Salah besti knattspyrnumaður heims?
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Tveggja Turna Tal - Kristján Ómar Björnsson
   fös 12. janúar 2024 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rússíbani hjá Aroni - „Fyrir tveimur dögum vissi ég það ekki"
Skrifar undir fjögurra ára saming við Breiðablik.
Skrifar undir fjögurra ára saming við Breiðablik.
Mynd: Breiðablik
Í enda dagsins var Breiðablik eina félagið sem fékk samþykkt tilboð í mig eins og ég skil þetta
Í enda dagsins var Breiðablik eina félagið sem fékk samþykkt tilboð í mig eins og ég skil þetta
Mynd: Breiðablik
Í leik með Val tímabilið 2020.
Í leik með Val tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Breiðabliks. Hann er keyptur frá sænska félaginu Sirius þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tímabil. Aron snýr aftur til Breiðabliks en þar lék hann síðast fyrri hluta tímabilsins 2019.

Aron, sem er 28 ára kantmaður, skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2027. Hann ræddi við Fótbolta.net og má nálgast viðtalið í spilaranum efst sem og á öllum hlaðvarpsveitum.

„Tilfinningin er frábær, ég er mjög sáttur með að þetta sé búið og spenntur að fara af stað. Þetta er búinn að vera rússíbani án þess að ég geti farið nákvæmlega út í hvað hefur farið fram," sagði Aron.

Aron hefur að undanförnu verið orðaður við Breiðablik Val, KR og ÍA og endar í Breiðabliki. Vissir þú fyrir tveimur dögum í hvaða lið þú værir að fara?

„Fyrir 2-3 dögum vissi ég það ekki. Þetta er pínu flókið mál vegna þess að Sirius vildi í rauninni ekki hleypa mér og það tók langan tíma fyrir mig að útskýra fyrir þeim að ég ætlaði mér að flytja heim vegna þess að fjölskylduaðstæður breyttust. Þetta tók langan tíma út af því þeir vildu halda mér. Það er mikill léttir að þetta hafðist á endanum."

Sástu fyrir þér á einhverjum tímapunkti að þú myndir mögulega enda áfram í Svíþjóð?

„Innst inni trúði ég því sennilega ekki, en maður veit aldrei. Ég var samningsbundinn úti og maður þarf að virða það."

„Ég er hrikalega ánægður að vera kominn heim. Ég er búinn að vera einn úti í 3-4 ár, eignuðumst barn í september og fljótlega fann ég að mig langaði að koma heim og vera í toppliði hér heima að berjast um eitthvað og vera með fjölskyldunni og vinum."

„Það var eiginlega ekki möguleiki frá mér séð að vera áfram erlendis. Fyrir mér var það ekki þess virði."


Varst þú með valmöguleika í boði á Íslandi eða takmarkaði Sirius þá?

„Í rauninni veit ég ekki nákvæmlega hvað fer fram á milli félaganna. Í enda dagsins var Breiðablik eina félagið sem fékk samþykkt tilboð í mig eins og ég skil þetta."

Hvernig er að vera kominn aftur í grænt?

„Það er frábært, ég var í félaginu fyrir ekki svo löngu síðan og leið vel. Síðan þá hefur félagið tekið nokkuð stór skref fram á við. Ég hef fylgst vel með liðinu síðustu ár og líst vel á þetta."

Var þetta erfitt ferli? Leiðinlegt að standa í þessu?

„Þetta er ekkert skemmtilegt að vinna í svona hlutum lengi og vera með framtíðina í lausu lofti. Það er ekkert gaman í svona langan tíma."

Hvernig var samtalið við Sirius?

„Til að byrja með segir umboðsmaðurinn frá því að ég sé að spá í þessu, síðan talaði ég við þá áður en ég fór heim í frí og sagði þeim hvað ég væri að spá. Þeir skildu mig og ætluðu að vinna með mér í því. Þeir vildu halda mér og vissu að ef ég færi til Íslands þá fá þeir miklu minna fyrir mig. Það tók tíma fyrir þá að sættast á það. Síðan var ég bara sjálfur að vinna í þessu eftir áramótin, tala við þá og tala við klúbbana hérna heima sem voru í viðræðum við Sirius."

Það varð til umræða um að verðmiðinn á þér hefði hækkað á síðustu dögum. Varðstu var við það?

„Nei, það er bara ekki rétt það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um verðmiðann. Ef ég á að segja eins og er þá er þetta góður díll og einhverjir bónusar. Ég ætla ekki að fara nánar út í þá, en ekkert stórmál," sagði Aron.
Athugasemdir
banner