Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
banner
   mið 12. febrúar 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Real Madrid í vandræðum utan vallar
Raul Asencio.
Raul Asencio.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Raul Asencio hefur verið að spila vel með Real Madrid en utan vallar er hann í vandræðum.

Asencio, sem er 21 árs, er sakaður um að hafa dreift myndbandi sem var tekið af tveimur unglingaliðsleikmönnum Real Madrid. Myndbandið var af kynferðislegum toga og í því er einstaklingur undir lögaldri.

Rannsókn er í gangi á þátttöku Asencio í málinu en lögmenn hans hafa reynt að vísa því frá. Það hefur ekki gengið.

Asencio er ekki sagður hafa tekið myndbandið en hann er sakaður um að hafa dreift því.

Asencio hefur komið við sögu í 22 leikjum með aðalliði Real Madrid á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner