29. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer að mestu leyti fram um komandi helgi. Liverpool, Crystal Palace, Newcastle og Aston Villa spila ekki í deildinni um helgina þar sem Liverpool og Newcastle spila til úrslita í deildabikarnum á sunnudag. Eftir þessa helgi tekur svo við landsleikjahlé.
Eyþór Aron Wöhler, leikmaður Fylkis, spáir í leikina í úrvalsdeildinni, úrslitaleikinn og svo einn bónusleik; viðureign Nantes og Lille í frönsku deildinni. Eyþór verður í eldlínunni í kvöld (19:00) þegar Fylkir tekur á móti KR í undanúrslitum Lengjubikarsins. Hann er meðlimur í tvíeykinu HubbaBubba sem hefur farið mikinn síðasta árið í tónlistinni og hefur lagið Stara vakið mikla lukku.
Eyþór fylgir á eftir Kjartani Kára Halldórssyni sem var með fimm leiki rétta um síðustu helgi.
Svona spáir Eyþór leikjunum:
Eyþór Aron Wöhler, leikmaður Fylkis, spáir í leikina í úrvalsdeildinni, úrslitaleikinn og svo einn bónusleik; viðureign Nantes og Lille í frönsku deildinni. Eyþór verður í eldlínunni í kvöld (19:00) þegar Fylkir tekur á móti KR í undanúrslitum Lengjubikarsins. Hann er meðlimur í tvíeykinu HubbaBubba sem hefur farið mikinn síðasta árið í tónlistinni og hefur lagið Stara vakið mikla lukku.
Eyþór fylgir á eftir Kjartani Kára Halldórssyni sem var með fimm leiki rétta um síðustu helgi.
Svona spáir Eyþór leikjunum:
Everton 2 - 2 West Ham (lau, 15:00)
Everton hefur verið eins og partýið sem þú mætir í of snemma: frekar flatt, en þú veist aldrei hvort þetta muni enda sem kvöld ársins eða algjör vonbrigði. West Ham hins vegar mætir eins og Væb strákarnir í söngvakeppnina í ár. Fullir af orku og tilbúnir að valda usla. Beto jafnar í uppbótartíma með marki svo fallegu að meira að segja Davey Moyes á erfitt með að halda aftur tárunum. Allir sáttir, allir dansa - jafntefli í boði hússins.
Ipswich 1 - 3 Nottingham Forest (lau, 15:00)
Nottingham Forest hafa mætt í mótið í ár eins og forsetinn sjálfur, Halla Tómasar – traustir, yfirvegaðir og fullkomlega tilbúnir í verkið. Gibbs-White opnar markareikninginn og fagnar eins og Halla þegar hún tekur á móti þjóðhöfðingja í opinberri heimsókn. Ipswich jafnar í smá stund, en Wood og félagar koma svo ákveðnir til baka og klára þetta með yfirburðum. Halla væri stolt af þessari „hátíðlegu heimsókn” hjá Forest á Portman Road.
Man City 4 - 3 Brighton (lau, 15:00)
Boring 4-3 leikur.
Southampton 0 - 2 Wolves (lau, 15:00)
Southampton er svona eins og gæinn sem meinar vel en raunverulega ógeðslega leiðinlegur. þannig að ég spái útisigri á Wolves í þessum leik. Strand Larsen með 2 í þessum leik og siglir þessum sigri heim.
Nantes 0 - 2 Lille (lau, 16:00)
Hákon Haralds does not miss. Hann drekkur Monster og hlustar á Stara með HubbaBubba og Luigi fyrir leiki og uppskerir samkvæmt því. Hann mætir á Stade de la Beaujoire með sínar fisléttu mjaðmir og dansar og dáleiðir varnarmenn Nantes og áhangendur. 1 mark og 1 stoðsending á Jonathan David. Ekki bara sjarmatröll heldur líka góður í fótbolta og vill ég minna fólk á það. Hann fær sér svo kaldan bjór eftir leik.
Bournemouth 2 - 1 Brentford (lau, 17:30)
Bournemouth hafa heillað mig á þessu tímabili. Stílhreinir, útsjónarsamir, kraftmiklir. Kluivert leggur punginn á borðið og býður í dans, hann skorar 4 mörk og kórónar frábært tímabil. Bournemouth ættu svo að kaupa Jason Daða á næsta tímabili, þeir tveir gætu verið eins og Rikki G og Ploder í Brennslunni. Ómissandi.
Arsenal 1 - 1 Chelsea (sun, 13:30)
Arsenal eru búnir að vera eins og leðurjakkinn hans Gunna Birgis, alltaf töff, flottur á yfirborðinu og virkar ótrúlega vel í byrjun kvöldsins en þegar það fer að kólna þá vantar alltaf aðeins meiri hlýju til að klára dæmið. Steindautt 1-1 jafntefli þar sem Ödegard og Palmer eru með mörkin hvor.
Fulham 0 - 3 Tottenham (sun, 13:30)
Vááá. Big Ange boltinn rúllar áfram og mæta þeir með sprengju í kotið. Rúlla yfir þreytta Fulham menn, King Solanke með þrennu. Ange bindir ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir og setur Fulham í bóndabeygju og beint í læsta hliðarlegu. Ange hugsar hlutina í fjórðu víddinni og skákar hér Lundúnarbrósum.
Liverpool 3 - 0 Newcastle (sun, 16:30)
Liverpool á Wembley er eins og hárið á Loga Geirs 2008-2013. Fullkomið. Þetta verður sigling í sjónum þar sem Van Dijk mun ráða lögum og lofi. Auðveldur 3-0 sigur þar sem Salah mun skora úr víti snemma leiks og Curtis Jones mun bæta við tveimur rétt fyrir leikslok. Hinn virti orkudrykkja bikar sem mun enn og aftur fara á loft hjá rauða hernum.
Leicester 1 - 0 Manchester United (sun, 19:00)
Margspennandi fallbárattuslagur sem ég ætla hafa augun á og veit að margir ætla fylgjast með. Seiglukenndir Leicester menn munu bera sigur úr býtum og merja 1-0 sigur. Bruno Fernandes verður þó með flestu ALP90 (Accurate long balls per 90) og ManU menn fara sáttir heim.
Fyrri spámenn:
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Kjartan Kári (5 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 28 | 15 | 10 | 3 | 52 | 24 | +28 | 55 |
3 | Nott. Forest | 28 | 15 | 6 | 7 | 45 | 33 | +12 | 51 |
4 | Chelsea | 28 | 14 | 7 | 7 | 53 | 36 | +17 | 49 |
5 | Man City | 28 | 14 | 5 | 9 | 53 | 38 | +15 | 47 |
6 | Newcastle | 28 | 14 | 5 | 9 | 47 | 38 | +9 | 47 |
7 | Brighton | 28 | 12 | 10 | 6 | 46 | 40 | +6 | 46 |
8 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
9 | Bournemouth | 28 | 12 | 8 | 8 | 47 | 34 | +13 | 44 |
10 | Fulham | 28 | 11 | 9 | 8 | 41 | 38 | +3 | 42 |
11 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
12 | Brentford | 28 | 11 | 5 | 12 | 48 | 44 | +4 | 38 |
13 | Tottenham | 28 | 10 | 4 | 14 | 55 | 41 | +14 | 34 |
14 | Man Utd | 28 | 9 | 7 | 12 | 34 | 40 | -6 | 34 |
15 | Everton | 28 | 7 | 12 | 9 | 31 | 35 | -4 | 33 |
16 | West Ham | 28 | 9 | 6 | 13 | 32 | 48 | -16 | 33 |
17 | Wolves | 28 | 6 | 5 | 17 | 38 | 57 | -19 | 23 |
18 | Ipswich Town | 28 | 3 | 8 | 17 | 26 | 58 | -32 | 17 |
19 | Leicester | 28 | 4 | 5 | 19 | 25 | 62 | -37 | 17 |
20 | Southampton | 28 | 2 | 3 | 23 | 20 | 68 | -48 | 9 |
Athugasemdir