Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Dortmund kom til baka og vann Lille
Hákon Arnar í baráttunni í kvöld
Hákon Arnar í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
Lille 1 - 2 Borussia D.
1-0 Jonathan David ('5 )
1-1 Emre Can ('54 , víti)
1-2 Maximilian Beier ('65 )

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap í 16-liða úrslitum gegn Dortmund í kvöld.

Staðan var jöfn eftir fyrri viðureignina í Þýskalandi en heimamenn í Lille komust yfir eftir aðeins fimm mínútna leik í kvöld.

Jonathan David skoraði eftir sendingu frá Ismaily en Gregor Kobel, markvörður Dortmund, var allt of lengi að athafna sig og fékk boltann í gegnum klofið.

Um tíu mínútum síðar var Lille í algjörri nauðvörn og bjargaði á línu í tvigang. Hákon Arnar fékk tækifæri til að skora þegar hann átti skot fyrir utan teiginn en Kobel blakaði boltanum yfir markið.

Snemma í seinni hálfleik fékk Dortmund vítaspyrnu og Emre Can skoraði úr henni og jafnaði einvígið. Max Beier kom Dortmund yfir stuttu síðar þegar hann skoraði laglegt mark með föstu skoti í bláhornið.

Það reyndist sigurmarkið en Dortmund mætir Barcelona í 8-liða úrslitum. Hákon Arnar spilaði 83. mínútur í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner