Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
   þri 12. apríl 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Sveins: Hann lítur vel út og er mikill íþróttamaður greinilega
Jón Sveinsson, þjálfari Fram
Jón Sveinsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson, þjálfari Fram í Bestu deildinni, spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar í dag en þar var spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar kynnt og var Fram spáð neðsta sætinu líkt og hér á Fótbolta.net.

Framarar unnu Lengjudeildina nokkuð örugglega á síðasta tímabili og fóru í gegnum tímabilið án þess að tapa leik.

Félagið missti tvo lykilmenn eftir tímabilið, þá Kyle McLagan og Harald Einar Ásgrímsson, en hefur unnið að því að fylla skörð þeirra síðustu vikur.

Hosine Bility var kynntur í dag en hann er 20 ára gamall miðvörður og kemur á láni frá danska stórliðinu Midtjylland. Jón er nokkuð sáttur við hópinn.

„Hann er búinn að taka eina æfingu en þetta er ungur strákur frá Midtjylland sem við ákváðum að taka á láni frá þeim. Þetta er strákur sem er að leita sér að tækifærum til að þróa sinn feril. Hann lítur vel út og er mikill íþróttamaður greinilega."

„Það verður að koma í ljós. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu nálægt það er."


Fram er að skoða það að bæta öðrum leikmanni við hópinn en annars er hann nokkuð sáttur með stærð hópsins.

„Við erum að skoða í kringum okkur og sjá hvaða möguleika við höfum. Hópurinn er stór og það er samkeppni. Það er smá meiðslabras á okkur en við eigum menn inni eins og Óskar Jóns, Hlyn og svo spilaði Gunni æfingaleik í vikunni og er allur að koma til. Ef það kemur eitthvað upp á borð þá munum við skoða það," sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner