Jón Sveinsson, þjálfari Fram í Bestu deildinni, spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar í dag en þar var spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar kynnt og var Fram spáð neðsta sætinu líkt og hér á Fótbolta.net.
Framarar unnu Lengjudeildina nokkuð örugglega á síðasta tímabili og fóru í gegnum tímabilið án þess að tapa leik.
Félagið missti tvo lykilmenn eftir tímabilið, þá Kyle McLagan og Harald Einar Ásgrímsson, en hefur unnið að því að fylla skörð þeirra síðustu vikur.
Hosine Bility var kynntur í dag en hann er 20 ára gamall miðvörður og kemur á láni frá danska stórliðinu Midtjylland. Jón er nokkuð sáttur við hópinn.
„Hann er búinn að taka eina æfingu en þetta er ungur strákur frá Midtjylland sem við ákváðum að taka á láni frá þeim. Þetta er strákur sem er að leita sér að tækifærum til að þróa sinn feril. Hann lítur vel út og er mikill íþróttamaður greinilega."
„Það verður að koma í ljós. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu nálægt það er."
Fram er að skoða það að bæta öðrum leikmanni við hópinn en annars er hann nokkuð sáttur með stærð hópsins.
„Við erum að skoða í kringum okkur og sjá hvaða möguleika við höfum. Hópurinn er stór og það er samkeppni. Það er smá meiðslabras á okkur en við eigum menn inni eins og Óskar Jóns, Hlyn og svo spilaði Gunni æfingaleik í vikunni og er allur að koma til. Ef það kemur eitthvað upp á borð þá munum við skoða það," sagði hann ennfremur.
Við Frammarar bjóðum velkominn okkar nýjasta liðsstyrk í meistaraflokk karla, Hosine Bility!
— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) April 12, 2022
Við Frammarar bindum miklar vonir við Hosine og hlökkum til að sjá þennan öfluga leikmann í bláu treyjunni í deild þeirra bestu á Íslandi í sumar! pic.twitter.com/bplDGBRVDh
Athugasemdir