„Þetta var svekkelsi, það er ekkert meira við það að bæta," sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH eftir 2-2 jafntefli við Fylki í kvöld en FH komst yfir í uppbótartíma áður en Fylkir jafnaði í næstu sókn.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Fylkir
„Mér fannst við byrja betur en svo komust þeir ágætlega inn í leikinn. Við náðum smá taki á þeim í lok fyrri hálfleiks. Svo fáum við þetta mark á okkur í seinni hálfleik og eftir það bakka þeir og ætla að halda fengnum hlut."
„En við náum að jafna og komast yfir í seinni sem mér fannst mjög sanngjarnt. En svo er þetta algjört einbeitingaleysi hjá okkur frá því miðjan er tekin þangað til þeir skora. Hræðilega illa gert hjá okkur öllum."
„Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik en eftir að þeir komast í 1-0 fannst mér við spila ágætlega, náðum fullt af fyrirgjöfum. Ég held að ef það væri tekið saman hversu margar fyrirgjafir við áttum í þessum leik þá höfum við sett einhvers konar met í fjölda fyrirgjafa í einum hálfleik."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir