Þjálfari Valsara, Arnar Grétarsson, ræddi í gær við þá Breka, Benna og Jóhann Alfreð í Vængjum þöndum hlaðvarpinu.
Hann var spurður út í úrslitakeppnina þar sem Valsarar spila fimm leiki. Valsarar eru nokkuð fastir í 2. sætinu og því var Arnar spurður hvað markmiðið væri.
Hann var spurður út í úrslitakeppnina þar sem Valsarar spila fimm leiki. Valsarar eru nokkuð fastir í 2. sætinu og því var Arnar spurður hvað markmiðið væri.
„Við reynum að setja þetta upp sem nýtt mót. Við viljum reyna vinna það mót, það yrði sterkt fyrir okkur að klára þetta á góðum nótum. Það væri betra fyrir næsta tímabil að klára þetta almennilega," sagði Arnar.
Vilja einn ef Birkir verður áfram, annars tvo
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Vals, sagði þá frá því í viðtali við Fótbolta.net að fjölskyldan væri að flytja til Svíþjóðar eftir tímabilið. Arnar var spurður út í Birki sem verður 39 ára í nóvember.
„Hann er búinn að vera stórkostlegur á þessu tímabili og held að hann hafi nánast spilað hverja einustu mínútu sem er lygilegt. Ég held að hann hafi ekki misst út æfingu sem er líka lygilegt á þessum aldri. Hlynur Freyr (Karlsson) sem kom í vetur og hefur staðið sig frábærlega hefur fengið aðra rullu en þá sem við horfðum fyrst á hann í, sem var að vera keppa um bakvarðastöðuna. Við höfum ekki verið með mikið back-up fyrir bæði Sigga (Sigurð Egil Lárusson) og Birki. Við erum að vinna í því. Við vissum af því að fjölskyldan hans Birkis hefur mikinn hug á því að fara til Svíþjóðar og leið rosalega vel þar. Hann vill spila fótbolta áfram á meðan heilsan er í lagi. Þegar tímabilið er búið þá setjumst við niður og skoðum stöðuna."
„Við þurfum, þó svo að hann verði áfram, að fá aukamann inn. Þegar törnin var hvað mest í byrjun þá spiluðu þessir gæjar (bakverðirnir) nánast allar mínútur. Maður sá Víking og Breiðablik rótera töluvert hjá þessum leikmönnum. Þú þarft annað slagið að gefa mönnum hvíld. Ef Birkir verður áfram þá viljum við sækja einn, ef hann hættir eða fer erlendis þá þyrftum við eiginlega að ná í tvo," sagði Arnar.
Fyrsti leikur Vals í úrslitakeppninni verður gegn Stjörnunni á sunnudag.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir