Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 15. mars 2019 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Leiknir R. og Stjarnan skildu jöfn í markaleik
Ingólfur Sigurðsson skoraði fyrir Leikni
Ingólfur Sigurðsson skoraði fyrir Leikni
Mynd: Leiknir R.
Leiknir R. 3 - 3 Stjarnan
1-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('2 )
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('5 )
1-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('21 )
2-2 Ingólfur Sigurðsson ('62 )
2-3 Hilmar Árni Halldórsson ('75 )
3-3 Sævar Atli Magnússon ('87 )
Rautt spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson ('52, Stjarnan )

Leiknir R. og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en leikurinn fór fram á Leiknisvelli.

Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leiknismönnum yfir strax í upphafi leiks áður en Guðmundur Steinn Hafsteinsson jafnaði metin þremur mínútum síðar eftir klafs í teignum.

Á 21. mínútu kom hann síðan Stjörnumönnum yfir eftir hornspyrnu áður en Ingólfur Sigurðsson jafnaði fyrir Leiknismenn á 62. mínútu. Þórarinn Ingi Valdimarsson hafði fengið að líta rauða spjaldið í liði Stjörnunnar tíu mínútum fyrir markið.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna á 75. mínútu gegn sínum gömlu félögum svo áður en Sævar Atli Magnússon náði í stig fyrir Leikni undir lokin.

Lokatölur 3-3 en Stjarnan er með 7 stig í 2. sæti í riðli 1 á meðan Leiknir er með 4 stig í 5. sæti. Þetta var síðasti leikur beggja liða í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner