PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 15. apríl 2019 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már verður aðstoðarþjálfari KH (Staðfest)
Birkir Már Sævarsson verður í þjálfarateymi KH í sumar
Birkir Már Sævarsson verður í þjálfarateymi KH í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Dan Daníelsson og Birkir Már Sævarsson þjálfa KH í 3. deild karla í sumar en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu félagsins í kvöld.

Arnar Steinn Einarsson hefur þjálfað KH síðustu ár en þarf að hverfa frá vegna mikilla anna á öðrum vígstöðum.

KH átti gott tímabil í 3. deildinni á síðasta tímabili og endaði í fimmta sæti og nú er undir nýjum þjálfurum komið að gera enn betur.

Hallgrímur Dan Daníelsson og Birkir Már Sævarsson taka við keflinu en Hallgrímur er með UEFA B gráðu á meðan Birkir er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun.

Hallgrímur hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka Vals við góðan orðstír.

Birkir Már er byrunarliðsmaður í Val og hefur þá verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðustu ár.

Þú getur keypt Birki Má í þitt Draumalið!
Athugasemdir
banner
banner
banner