
Augnablik tapaði 0-5 gegn ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Staðan var 1-0 í hálfleik en í þeim seinni fór að fjara undan fæti hjá þeim grænklæddu. Hrannar Bogi Jónsson, þjálfari Augnabliks mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Augnablik 0 - 5 ÍR
„Ég held að þú getir aldrei falið þig á bak við 5-0 tap. Við náðum ekki að skapa þá vigt sem þurfti til að skora. Við vorum flottir í uppspili en við náðum ekki að binda endahnút á þetta og því fór sem fór."
Augnablik er dottið úr bikarnum, fer þá öll einbeitingin á deildina?
„Er það ekki klassíkin? Við fáum næstu þrjár vikur til að einbeita okkur að deildinni. Eftir að hún byrjar þá erum við einblíndir á það verkefni. Við fáum næstu þrjár vikur til að gíra okkur almennilega í þetta."
Augnabliksr eru virkir á samfélagsmiðlum.
„Arnar Laufdal fær sekt fyrir þetta og fær það shout líka. Hann er búinn að gera þetta gríðarlega vel og aðrir hafa fylgt í kjölfarið. Gaman að fólk fái að fylgjast með okkur."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir