Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurjón hóf endurkomu Fram í gær - „Gullmoli fyrir okkur"
Sigurjón Rúnarsson
Sigurjón Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Breiðabliki í gær en liðið var 2-0 undir í hálfleik.

Varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson hóf endurkomuna þegar hann skoraði í kjölfar hornspyrnu. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 4-2 og þar við sat.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

Sigurjón gekk til liðs við Fram í vetur frá Grindavík en hann hafði verið þar allan sinn feril fram að því.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var spurður út í Sigurjón í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

„Hann er búinn að vera algjörlega frábær í vetur. Gullmoli fyrir okkur að finna því hann smellpassar inn í það sem við erum að gera og hann hefur komið ofboðslega sterkur inn," sagði Rúnar.
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Athugasemdir
banner