
ÍR vann sannfærandi sigur á Augnablik í 64-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Staðan var 0-1 í hálfleik en gestirnir settu í fluggírinn í þeim seinni. Leikar enduðu 5-0. Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Augnablik 0 - 5 ÍR
„Fagmannlega gert hjá okkur. Leikurinn byrjaði samt rólega en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Við fengum betri færslur og kláruðum augnablikin betur í seinni hálfleik."
ÍR mæta Þór í Boganum 19. apríl í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust í Lengjubikarnum fyrr í vetur þar sem Þór hafði betur 1-0.
„Það er mjög skemmtilegt verkefni, spiluðum líka við þá um daginn í Lengjubikarnum. Það verður gaman að fara norður."
Það eru þrjár vikur í að Lengjudeildin hefjist.
„Það er ekki seinna vænna en að klárir í þetta."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir