Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Langskotaveisla í sigri Leipzig - Simons með tvennu
Xavi Simons og Lois Openda
Xavi Simons og Lois Openda
Mynd: EPA
Wolfsburg 2 - 3 RB Leipzig
0-1 Lois Openda ('11 )
0-2 Xavi Simons ('26 )
0-3 Xavi Simons ('49 )
1-3 Kilian Fischer ('58 )
2-3 Andreas Skov Olsen ('75 )

Leipzig hefur aðeins unnið þrjá af síðustu átta leikjum sínum en liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð.

Lois Openda kom liðinu yfir á útivelli gegn Wolfsburg í kvöld með góðu skoti fyrir utan teiginn. Arthur Vermeeren vann boltann á miðjunni og lagði boltann á Xavi Simons sem skoraði keimlíkt mark og Openda á 26. mínútu.

Simons bætti öðru marki sínu og þriðja marki Leipzig snemma í seinni hálfleik og aftur var það langskot.

Wolfsburg setti pressu á Leipzig og Kilian Fischer minnkaði muninn með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn í fjærhornið. Andreas Skov Olsen minnkaði muninn enn frekar en nær komust þeir ekki.

Leipzig er í 4. sæti með 48 stig eftir 29 umferðir, tveimur stigum á undan Mainz sem á leik til góða. Wolfsburg er í 12. sæti með 38 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 19 16 2 1 49 12 +37 50
2 Eintracht Frankfurt W 19 13 2 4 59 21 +38 41
3 Wolfsburg W 18 13 2 3 47 15 +32 41
4 Bayer W 18 11 3 4 32 16 +16 36
5 Freiburg W 18 10 3 5 29 25 +4 33
6 Hoffenheim W 18 10 0 8 38 23 +15 30
7 RB Leipzig W 18 8 3 7 28 29 -1 27
8 Werder W 19 8 2 9 22 34 -12 26
9 Essen W 19 4 4 11 18 27 -9 16
10 Carl Zeiss Jena W 19 2 4 13 7 35 -28 10
11 Koln W 18 1 4 13 11 45 -34 7
12 Potsdam W 19 0 1 18 4 62 -58 1
Athugasemdir
banner