Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   lau 12. apríl 2025 11:52
Brynjar Ingi Erluson
Skrifar undir nýjan samning við Palace
Mynd: EPA
Kólumbíski bakvörðurinn Daniel Munoz hefur samþykkt nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace en það er Athletic sem greinir frá tíðindunum í dag.

Munoz, sem er 24 ára gamall, kom til Palace í janúarglugganum á síðasta ári.

Á þessum stutta tíma hefur hann eignað sér hægri bakvarðarstöðuna og reynst einn af mikilvægustu mönnum liðsins.

Athletic segir að Palace hafi nú verðlaunað hann fyrir stórkostlega frammistöðu með því að framlengja samning hans til næstu ára.

Kólumbíumaðurinn skrifaði undir samning til 2027 á síðasta ári en áætlað er að nýr samningur kappans muni renna út árið 2029 og fylgir honum vegleg kauphækkun.

Munoz er í byrjunarliði Palace sem spilar við Manchester City á Etihad í dag, sem er hans 53. leikur fyrir félagið.
Athugasemdir
banner