Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   lau 12. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fylkir spilar á Tekk vellinum næstu árin
Lengjudeildin
Samningar undirritaðir
Samningar undirritaðir
Mynd: Fylkir
Tekk völlurinn
Tekk völlurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimavöllur Fylkis hefur fengið nýtt nafn en Fylkir mun spila á Tekk vellinum næstu árin. Völlurinn hefur borið nafn Wurth undanfarin ár.

Telma Birgisdóttir og Finnur Kolbeinsson eru eigendur Tekk húsgangaverslunar en Finnur er grjótharður Fylkismaður en hann lék á sínum tíma hátt í 300 leiki fyrir liðið og var fyrirliði liðsins um árabil.

„Við höfum átt frábært samstarf við Harald Leifsson og félaga hjá Würth á undanförnum árum sem við þökkum kærlega fyrir.
Á sama tíma er það gríðarlega ánægjulegt að kynna enn víðtækara samstarf við Telmu og Finn hjá Tekk. Við erum sérlega stolt af því að þétta samstarfið við Árbæinga og Fylkisfólk eins og þau. Við leyfum okkur að taka þessu sem staðfestingu á því góða starfi sem fram fer á vegum Knattspyrnudeildar Fylkis,"
er haft eftir Ragnari Páli Bjarnasyni, formanni Knattspyrnudeildar Fylkis í tilkynningu félagsins.

„Hjartað í Árbæ, Selás, Ártúnsholti og Norðlingaholti slær með Fylki og það er ekki annað hægt en að hrífast með. Við bjóðum allt Fylkisfólk sérlega velkomið í verslun okkar í Skógarlindinni þar sem við heitum góðum móttökum.“
Finnur Kolbeinsson, eigandi Tekk: „Við hjá Tekk höfum í langan tíma stutt með mikilli gleði við starfsemi Knattspyrnudeildar Fylkis. Ég er alinn upp í Fylki og hér er okkur að gefast tækifæri til að styðja við öflugt og ábyrgt starf Fylkis fyrir hverfið ásamt því að vekja athygli allra landsmanna á Tekk og þeim fjölbreyttu vörum sem við hjá Tekk höfum upp á að bjóða,"
sagði Telma Birgisdóttir annar eigenda Tekk.

Karla og kvennalið félagsins leika bæði í Lengjudeildinni næsta sumar.


Athugasemdir
banner