Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 23:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Trafford náði ekki að jafna svakalegt met
Mynd: EPA
Burnley 2 - 1 Norwich
1-0 Hannibal Mejbri ('14 )
2-0 Jaidon Anthony ('24 )
2-1 Jack Stacey ('76 )

Burnley komst aftur á toppinn í Championship deildinni eftir sigur á Norwich í kvöld.

James Trafford, markvörður Burnley, tókst ekki að halda hreinu í 30. sinn en það yrði jöfnun á meti í öllum deildunum á Englandi.

Hannibal Mejbri kom Burnley yfir eftir frábæra sendingu frá Josh Cullen. Tíu mínútum síðar fékk Jaidon Anthony nægan tíma til að athafna sig og hann átti skot sem fór af varnarmanni og í netið.

Það var um stundafjórðungur til loka venjulegs leiktíma sem Jack Stacey minnkaði muninn en Norwich komst ekki nær. Burnley er þremur stigum á undan Leeds sem fær Preston í heimsókn á morgun. Norwich er í 11. sæti með 53 stig eftir 42 umferðir.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 42 25 13 4 82 29 +53 88
2 Burnley 42 24 16 2 57 13 +44 88
3 Sheffield Utd 42 26 7 9 57 33 +24 83
4 Sunderland 42 21 13 8 57 38 +19 76
5 Bristol City 42 16 16 10 54 45 +9 64
6 Coventry 41 18 8 15 58 53 +5 62
7 West Brom 42 14 18 10 51 39 +12 60
8 Middlesbrough 42 17 9 16 61 51 +10 60
9 Millwall 42 16 12 14 41 41 0 60
10 Blackburn 42 16 8 18 45 45 0 56
11 Watford 42 16 8 18 50 55 -5 56
12 Swansea 42 15 9 18 45 51 -6 54
13 Norwich 42 13 14 15 63 58 +5 53
14 Sheff Wed 42 14 11 17 56 64 -8 53
15 QPR 42 12 14 16 49 55 -6 50
16 Preston NE 42 10 19 13 43 51 -8 49
17 Oxford United 42 12 12 18 43 60 -17 48
18 Stoke City 42 11 14 17 43 54 -11 47
19 Portsmouth 42 12 10 20 50 66 -16 46
20 Hull City 41 11 11 19 40 49 -9 44
21 Derby County 42 11 10 21 44 54 -10 43
22 Cardiff City 42 9 15 18 45 66 -21 42
23 Luton 42 10 10 22 37 63 -26 40
24 Plymouth 42 9 13 20 44 82 -38 40
Athugasemdir
banner