Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   lau 12. apríl 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dýrmætur sigur hjá Hirti í fallbaráttunni - Lille í Meistaradeildarsæti
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Volos
Hákon Arnar Haraldsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mynd: EPA
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos þegar liðið vann dýrmætan 1-0 sigur gegn Levadiakos í fallbaráttunni í grísku deildinni.

Eftir 1-0 sigur komst liðið upp úr fallsæti. Sjö leikir eru enn eftir.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann 2-1 gegn Toulouse í frönsku deildinni. Sigurinn þýðir að Lille er í 4. sæti sem er síðasta sætið sem tryggir liðinu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Elías Már Ómarsson spilaði 75 mínútur þegar NAC Breda gerði 1-1 jafntefli gegn Go Ahead Eagles í hollensku deildinni. Breda er í 14. sæti með 31 stig eftir 29 umferðir.

Atli Barkarson lék allan leikinn þegar Waregem mistókst að komast á toppiinn í næst efstu deild í Belgíu. Liðið tapaði 2-0 gegn Lokeren-Temse. Waregem er í 2. sæti stigi á eftir RWDM.

Davíð Kristján Ólafsson spilaði fyrri hálfleikinn þegar Cracovia tapaði 4-2 gegn Slask Wroclaw í pólsku deildinni. Cracovia er í 6. sæti með 42 stig eftir 28 umferðir.

Stockport og Burton unnu sigra í C-deildinni á Englandi. Benoný Breki Andrésson er á meiðslalistanum hjá Stockport sem er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í umspili um sæti í Championship. Jón Daði Böðvarsson er á meiðlalista Burton sem er aðeins markatölunni frá fallsæti.
Athugasemdir
banner