KR er að fá Pontus Lindgren en hann er sænskur miðvörður og kemur frá IK Sylvia sem leikur í þriðju efstu deild í Svíþjóð.
Lindgren er 21 árs gamall en hann er uppalinn hjá Norrköpping en gekk til liðs við Sylvia árið 2019. KR hefur verið með tvo Svía og einn Skota á reynslu.
KR tryggði sér 3. sæti síðasta sumar sem gaf þeim Evrópusæti með sigri á Stjörnunni í lokaumferðinni.
Fótbolti.net spáir KR 5. sæti í ár en fyrsti leikur liðsins er gegn nýliðum Fram á útivelli þann 20. apríl.
Athugasemdir