HK tilkynnti um helgina að Þorvaldur Smári Jónsson hafi gert sinn fyrsta samning við félagið.
Þorvaldur Smári er miðjumaður sem er fæddur árið 2008 og því 16 ára gamall semur við félagið til ársins 2027.
Þorvaldur Smári er miðjumaður sem er fæddur árið 2008 og því 16 ára gamall semur við félagið til ársins 2027.
Um síðustu helgi kom hann inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik í síðari hálfleik í æfingaleik gegn Stjörnunni sem tapaðist 4-2.
Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark og lét ekki þar við sitja heldur lagði upp hitt markið fyrir Karl Ágúst Karlsson.
Athugasemdir