Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 23. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham í stöðu til að kaupa leikmenn í janúar
Postecoglou var án tíu leikmanna þegar Tottenham tók á móti Liverpool í gær.
Postecoglou var án tíu leikmanna þegar Tottenham tók á móti Liverpool í gær.
Mynd: EPA
Ange Postecoglou staðfesti í viðtali eftir stórt tap á heimavelli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær að Tottenham getur keypt nýja leikmenn inn í janúar.

Tottenham hefur verið að fá mikið af mörkum á sig þar sem varnarlína liðsins er í molum vegna meiðsla. Guglielmo Vicario markvörður er með brotinn ökkla og þá eru miðverðirnir Micky van de Ven og Cristian Romero einnig fjarverandi vegna meiðsla, Destiny Udogie er að ná sér aftur og var í hóp í tapinu gegn Liverpool en var ekki tilbúinn til að taka þátt í leiknum.

Tottenham er því óvænt í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir rétt tæpan helming af tímabilinu, en þetta var aðeins í annað sinn sem liðið fær 6 mörk á sig á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni eftir 6-1 tap gegn Chelsea í desember 1997.

„Ef við finnum rétta leikmenn þá munum við reyna að fá þá inn, við erum í góðri stöðu til þess. Það skiptir öllu máli að finna rétta leikmenn. Við sleppum því frekar að kaupa heldur en að kaupa leikmann sem passar ekki við liðið," sagði Postecoglou meðal annars eftir tapið.
Athugasemdir
banner
banner