Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 13:13
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og FH: Matti Vill á bekknum hjá FH
Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tekur á móti FH í Bestu deild karla á HS Orkuvellinum í dag en flautað verður til leiks klukkan 14. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir gestina úr Hafnarfirði sem eru í harðri fallbaráttu en heimamenn í Keflavík hafa að litlu að keppa og leika aðeins um stoltið.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

Heimamenn í Keflavík gera nokkrar breytingar á sínu liði. Magnús Þór Magnússon og Adam Árni Róbertsson fara úr byrjunarliði þeirra. Í þeirra stað koma Dagur Ingi Valsson og Joey Gibbs sem snýr aftur eftir leikbann.

Gestirnir í FH gera eina breytingu frá sigri liðsins gegn Leikni. Matthías Vilhjálmsson sem gerði þrennu gegn Leikni fær sér sæti á bekknum og inn í liðið kemur Finnur Orri Margeirsson


Byrjunarlið Keflavík:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Dagur Ingi Valsson
10. Kian Williams
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Byrjunarlið FH:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Oliver Heiðarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
Athugasemdir
banner
banner
banner