Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. október 2022 13:11
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Leiknis og ÍA: Markmannsskipting hjá ÍA
Árni Snær er kominn í markið.
Árni Snær er kominn í markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður gerir þrjár breytingar.
Sigurður gerir þrjár breytingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 14 fer fram fallbaráttuslagur af bestu gerð en þá mætast Leiknir og ÍA á Domusnovavellinum. Tvö stig skilja liðin að en þau eru í fallsætunum tveimur sem stendur.

Lestu um leikinn hér


Leiknir tapaði gegn FH í síðustu umferð en leiknum lauk með fjórum mörkum gegn tveimur og er FH nú með tveimur stigum meira en Leiknir. ÍA gaf sér líflínu í síðustu umferð en þá vann liðið lífsnauðsynlegan 3-2 sigur á Fram á Akranesi.

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá tapleiknum slæma gegn FH.

Daði Bæringsson, Mikkel Elbæk Jakobsen og Dagur Austmann Hilmarsson koma inn í liðið fyrir þá Kristófer Konráðsson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Mikkel Dahl.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Fram. Árni Snær Ólafsson kemur inn í markið fyrir nafna sinn og þá kemur Oliver Stefánsson inn fyrir Hauk Andra Haraldsson.

Erlendur Eiríksson dæmir leikinn með þá Ragnar Þór Bender og Eystein Hrafnkelsson sér til aðstoðar.

Leiknir:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bæringsson
7. Adam Örn Arnarson
11. Brynjar Hlöðvers
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
28. Zean Dalügge
23. Dagur Austmann Hilmarsson
80. Mikkel Elbæk Jakobsen

ÍA:
1. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Johannes Vall
4. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Benedikt V. Warén
27. Árni Salvar Heimisson
44. Alex Davey


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner