Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   lau 15. október 2022 13:17
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í enska: Mitrovic snýr aftur eftir meiðsli
Markaskorarinn er klár í slaginn.
Markaskorarinn er klár í slaginn.
Mynd: EPA

Það fara fram tveir leikir klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni en spilað er í tíundu umferðinni.


Það verður nýliðaslagur á Craven Cottage en þar mætast Fulham og Bournemouth en bæði lið hafa komið mörgum á óvart og byrjaði tímabilið af krafti.

Þá mætast Wolves og Nottingham Forest í hinum leiknum en það eru tvö lið sem eru í miklu brasi. Wolves rak stjóra sinn, Bruno Lage, á dögunum en bæði Wolves og Forest eru í fallsæti sem stendur.

Hjá Fulham er Aleksandar Mitrovic klár í slaginn og eru það frábær tíðindi fyrir heimamenn. Carlos Vinicius fer á bekkinn fyrir hann og þá kemur Issa Diop inn fyrir Tosin Adarabioyo.

Wolves gerir tvær breytingar á sínu liði gegn Forest en fær Goncalo Guedes sér sæti á bekknum fyrir Ruben Neves sem er mættur aftur og þá er Rayan Ait-Nouri í liðinu á kostnað Nelson Semedo.

Hér fyrir neðan má sjá öll byrjunarliðin fjögur.

Fulham: Leno, Reed, Kebano, Mitrovic, Ream, Cordova-Reid, Pereira, James, Palhinha, Diop, Robinson.

Bournemouth: Neto, Fredericks, Cook, Mepham, Lerma, Solanke, Christie, Smith, Tavernier, Senesi, Billing.
________________________________

Wolves: Sa; Jonny, Kilman, Toti, Ait-Nouri; Moutinho, Neves, Nunes; Traore, Costa, Podence.

Nottingham Forest: Henderson; Williams, Cook, McKenna, Toffolo; Freuler, Yates, Kouyate; Johnson, Dennis, Gibbs-White.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner