Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 08:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher: Haaland myndi ekki skora svona mikið hjá Liverpool
Erling Haaland og Kevin De Bruyne
Erling Haaland og Kevin De Bruyne
Mynd: EPA

Það er stórleikur í enska boltanum á morgun þegar Liverpool fær Manchester City í heimsókn.


Liverpool hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu en vonast til að stórsigur gegn Rangers í vikunni gefi þeim gott sjálfstraust fyrir leik helgarinnar.

Erling Haaland hefur farið hamförum á sínu fyrsta tímabili með City en Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool telur að lykillinn fyrir Liverpool sé að stöðva De Bruyne.

„Þeir eru eins og einn leikmaður, ef þú stöðvar De Bruyne tekur þú helminginn af Haaland. Maður sér tenginguna sem þeir hafa fundið nú þegar og fyrir mér er De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi einbeita mér meira af De Bruyne en Haaland í þessum leik," sagði Carragher.

„Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool væri ekki séns að hann myndi skora svona mikið, hann væri ekki með jafn mikil gæði fyrir aftan sig."


Athugasemdir
banner
banner
banner