Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 16:28
Aksentije Milisic
Championship: Jóhann Berg spilaði þegar Burnley komst á toppinn

Tíu leikjum var að ljúka í Championship deildinni á Englandi en spilað var í fjórtándu umferð deildarinnar.


Burnley og Sheffield United sitja í tveimur efstu sætum deildarinnar en Burnley vann sinn leik í dag á meðan Sheffield gerði jafntefli.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði tæpan hálftíma í öruggum 4-0 sigri Burnley á Swansea. Burnley gekk illa að safna stigum í byrjun tímabilsins en nú virðist sem að liðið sé komið í gang undir stjórn Vincent Kompany.

Á sama tíma komst Sheffiled í 2-0 forystu gegn Blackpool sem liðið missti hins vegar niður. Leiknum lauk með fjörugu 3-3 jafntefli.

Þá heldur Sunderland áfram að safna stigum en liðið situr í níunda sæti deildarinnar sem stendur. Það  vann góðan 2-1 sigur á Wigan í dag.

Luton vann 3-1 sigur á QPR, Millwall sótti sigur gegn Bristol og WBA vann útisigur á Reading svo eitthvað sé nefnt.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslitin og markaskorara dagsins.


Bristol City 1 - 2 Millwall
0-1 Tom Bradshaw ('44 )
1-1 Shaun Hutchinson ('71 , sjálfsmark)
1-2 Zian Flemming ('76 )

Burnley 4 - 0 Swansea
1-0 Vitinho ('15 )
2-0 Jay Rodriguez ('29 )
3-0 Anass Zaroury ('45 )
4-0 Jay Rodriguez ('57 )
Rautt spjald: Joel Piroe, Swansea ('74)

Cardiff City 0 - 1 Coventry
0-1 Viktor Gyokeres ('34 )

Luton 3 - 1 QPR
1-0 Elijah Adebayo ('18 )
1-1 Jimmy Dunne ('77 , sjálfsmark)
2-1 Luke Freeman ('90 )
3-1 Ethan Horvath ('90 , sjálfsmark)

Middlesbrough 1 - 2 Blackburn
1-0 Darragh Lenihan ('4 , sjálfsmark)
1-1 Sam Gallagher ('17 )
2-1 Duncan Watmore ('45 )

Preston NE 0 - 2 Stoke City
0-1 William Smallbone ('58 )
0-2 Tyrese Campbell ('66 )

Reading 0 - 2 West Brom
0-1 Matthew Phillips ('25 )
0-2 Taylor Gardner-Hickman ('72 )

Rotherham 2 - 1 Huddersfield
1-0 Conor Washington ('16 )
1-1 Danny Ward ('30 )
2-1 Georgie Kelly ('61 )

Sheffield Utd 3 - 3 Blackpool
1-0 James Mcatee ('8 )
2-0 Iliman Ndiaye ('24 )
2-1 Jerry Yates ('30 )
2-2 Jerry Yates ('42 )
2-3 Kenny Dougall ('50 )
3-3 Oliver Norwood ('90 )

Rautt spjald: ,Marvin Ekpieta, Blackpool ('78)Dominic Thompson, Blackpool ('81)

Sunderland 2 - 1 Wigan
0-1 Charlie Wyke ('44 )
1-1 Eliot Embleton ('54 )
2-1 Dennis Cirkin ('72 )


Athugasemdir
banner