Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Conte stoltur af sínum mönnum - „Vonandi heldur þetta áfram á sömu braut"
Antonio Conte, stjóri Tottenham, var ánægður með frammistöðu liðsins í 2-0 sigrinum á Everton í dag, en hann segir leikmenn hafa vaxið mikið síðustu vikur og mánuði.

Tottenham skapaði sér nóg af færum í leiknum. Harry Kane kom liðinu yfir úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og kláraði svo Pierre-Emile Hojbjerg dæmið undir lokin.

„Við getum verið mjög ánægðir því mér fannst við spila góðan leik. Við sköpuðum fullt af færum og þá komu upp meiðsli. Það hefði getað breytt leiknum en við fundum lausnina. Ég var hrifinn af viðhorfinu. Við byrjuðum vel og þurftum að vera með einbeitingu í lagi í þeim síðari."

Richarlison meiddist og þurfti að fara af velli á 52. mínútu en Yves Bissouma kom inn í hans stað.

„Mér fannst Yves Bissouma besta lausnin því hann nýtur þess að spila fyrir framan miðverðina með tvo miðjumenn hjá sér."

„Þrátt fyrir öll erfiðin í leiknum þá erum við að tala um góðan andstæðing og við náðum samt að leysa stöðuna þó við höfum misst menn í meiðsli. Á marga vegu eru leikmenn að vaxa og ég er rosalega stoltur af þeim."

Conte segir að stuðningsmenn geti verið ánægðir með frammistöðuna í dag en Tottenham er í 3. sæti deildarinnar með 23 stig, jafnmörg og Manchester City.

„Ég held að stuðningsmennirnir hafi notið frammistöðunnar og vonandi heldur þetta áfram á sömu braut," sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner