Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. október 2022 11:40
Aksentije Milisic
Courtois æfði ekki í dag - Ekki með í El Clasico

Thibaut Courtois, markvörður Spánar-og Evrópumeistara Real Madrid, mun missa af El Clasico sem fer fram á morgun.


Belgíski markvörðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan landsleikjahléið gekk í garð en hann hefur misst af síðustu fjórum leikjum Real Madrid.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real, vonaðist eftir því að Courtois myndi snúa aftur til æfinga á fimmtudaginn síðasta en það gekk ekki eftir. Hann æfði heldur ekki í dag og því ljóst að hann missir af stórslagnum gegn Barcelona á morgun.

Andriy Lunin hefur verið í markinu að undanförnu og mun hann því að öllum líkindum spila leikinn á morgun.

„Courtois líður ágætlega, en hann mun ekki geta tekið þátt á morgun," sagði Ancelotti í dag.

Antonio Rudiger verður klár í slaginn en hann mun spila með grímu. Hann lenti í samstuði við markvörð Shakhtar Donetsk fyrr í vikunni þegar hann skoraði jöfnunarmark Real undir blálokin.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 27 9 6 12 35 40 -5 33
15 Espanyol 26 7 7 12 25 37 -12 28
16 Alaves 28 6 9 13 32 42 -10 27
17 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
18 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
19 Las Palmas 28 6 7 15 32 47 -15 25
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner