Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Galtier pirraður: Ekki hér til að ræða orðróm
Mynd: EPA

Það varð allt vitlaust í vikunni þegar það komu fréttir af því að Kylian Mbappe vildi fara frá PSG.


Fjölmiðlar bæði í Frakklandi og á Spáni loguðu en því var haldið fram að Mbappe vildi fara frá félaginu. Sama kvöld og orðrómurinn fór af stað gerðu PSG og Benfica 1-1 jafntefli í Meistaradeildinni en Mbappe skoraði markið af vítapunktinum.

Galtier stjóri PSG var spurður út í orðróminn á fréttamannafundi í gær og það fór verulega í taugarnar á honum.

„Ég er ekki hérna til að ræða orðróm, orðróm sem kom upp eitt kvöldið á leikdegi. Kylian var með fallegasta svarið. Í leik sem var ekki í háum gæðaflokki var hann maður leiksins. Hann spilaði vel og studdi vel við liðið," sagði Galtier.

„Í stað þess að tala um frammistöðuna eru þið að tala um eitthvað annað. Þið hafið rétt á því en á ákveðnum tímapunkti þegar þið spyrjið mig mun ég svara heiðarlega."

PSG mætir Marseille annað kvöld en aðeins þrjú stig skilja liðin að.





Athugasemdir
banner
banner
banner