Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið handtekinn en hann er grunaður um að hafa brotið gegn tryggingarskilyrði eftir að hann var handtekinn í janúar á þessu ári, grunaður um nauðgun, líkamsárás og morðhótanir.
Þessi 21 árs gamli framherji Man Utd var handtekinn eftir að myndir og myndbönd voru birt af honum á netinu.
Talið er að Greenwood hafi haft samband við fyrrverandi kærustu sína og fórnarlamb málsins, Harriet Robson, og þannig brotið gegn tryggingarskilyrði.
Í gær fór fólk að tala um það á Twitter að Greenwood og Robson hafi aftur byrjað að elta hvort annað á Instagram en nú í morgun komu þær fréttir að það sé verið að yfirheyra Greenwood eftir að lögreglan fór á heimili hans í morgun.
Í janúar spilaði hann sinn síðasta leik fyrir Man Utd en hann var yfirheyrður af lögreglunni í Manchester og var hann þá í þrjár í nætur fangaklefanum í borginni.
Greenwood var látinn laus gegn skilorðsbundinni tryggingu þann 2. febrúar og það hefur síðan verið framlengt tvisvar sinnum.