Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. október 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland myndi treysta Balotelli fyrir lífi sínu

Erling Haaland framherji Manchester City var í viðtali hjá Gary Neville á Sky Sports á dögunum.


Neville spurði hann spjörunum úr en hann spurði meðal annars hvaða leikmann Haaland myndi velja til að taka víti ef lífið hans væri undir. Svarið var ansi athyglisvert.

„Ég myndi örugglega velja sjálfan mig, ég trúi mikið á sjálfan mig. Ef ekki þá eru nokkrir góðir, ég held ég verði að segja Mario Balotelli því hann var mögulega besta vítaskytta sem ég hef séð," sagði Haaland.

Samkvæmt tölfræði Transfermarkt hefur Balotelli tekið 50 vítaspyrnur á ferlinum og skorað 45 mörk. Alls ekki slæmt.


Athugasemdir
banner
banner
banner