Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. október 2022 09:24
Elvar Geir Magnússon
Hamren hafði betur gegn Frey - Lyngby enn án sigurs
Tvö neðstu lið dönsku úrvalsdeildarinnar mættust í gær þegar Freyr Alexandersson og lærisveinar í Lyngby tóku á móti Erik Hamren og hans mönnum í Aab Álaborg.

Freyr var aðstoðarmaður Hamren þegar sá sænski stýrði íslenska landsliðinu.

Álaborg vann 2-0 útisigur í leiknum í gær þar sem Younes Bakiz skoraði bæði mörkin.

Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum á 61. mínútu í liði Lyngby en Alfreð Finnbogason er á meiðslalistanum.

Lyngby er límt við botn deildarinnar með aðeins fimm stig en liðið hefur enn ekki unnið leik. Álaborg er áfram næst neðst í deildinni, hefur 14 stig en fyrir ofan koma svo þrjú lið í einum hnapp með 15 stig.


Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner
banner