Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   lau 15. október 2022 18:13
Brynjar Ingi Erluson
James fer ekki í aðgerð - Spilar ekkert fram að HM
Reece James
Reece James
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Reece James fór til hnésérfræðings í Lundúnum og mun ekki fara í aðgerð fyrir HM í Katar. Hann mun ekkert spila fram að mótinu, en þetta segir David Ornstein, blaðamaður á Athletic.

James, sem er 22 ára gamall, er lykilmaður i liði Chelsea og fastamaður í enska landsliðinu.

Hann meiddist á dögunum í 2-0 sigri Chelsea á Milan og þurfti að fara af velli.

Meiðslin eru nokkuð alvarleg en ekki svo alvarleg að hann þurfi að fara í aðgerð. Hann fór til hnésérfræðings í Lundúnum í dag og er raunin sú að hann verður frá fram að HM í Katar.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, þarf því að taka ákvörðun í næsta mánuði hvort James sé klár í að fara með á HM eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner