Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   lau 15. október 2022 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um Guardiola: Mætti alveg taka sér fjögurra ára leyfi
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, grínaðist aðeins með það er hann var spurður út í Pep Guardiola, kollega sinn í ensku úrvalsdeildinni, á blaðamannafundi í gær.

Samningur Guardiola við Manchester City rennur út á næsta ári en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð sína.

Liverpool og Man City hafa verið tvö bestu lið Englands síðustu ár en myndi Klopp sakna Guardiola ef þetta væri hans síðasta tímabil fyrir City.

„Nei, ég myndi helst vilja að Pep myndi taka sér leyfi frá fótbolta í fjögur ár. Eða það hefði í raun verið besta lausnin ef hann hefði tekið þetta leyfi síðustu fjögur árin. Neinei, ég er bara að grínast. Ég veit ekki alveg hversu oft ég þarf að segja þetta en hann er besti stjórinn í heiminum og hann sannar það á hverjum degi. Það sem hann er að gera er sérstakt, rosalega sérsakt og ég virði það," sagði Klopp.

Klopp segir að þeir tveir séu ekki bestu vinir enda þekkjast þeir lítið fyrir utan fótboltann en hann virðir það sem Guardiola hefur gert á ferlinum.

„Ég og Pep erum ekki bestu vinir því við þekkjum ekki hvorn annan, en ég ber mikla virðingu fyrir honum og hann ber virðingu fyrir því sem við erum að gera. Það er allt í góðu. Það þarf ekki að sýna vanvirðingu þó við séum erkifjendur. Ég get alltaf viðurkennt þegar ég sé ljóma og það á við í þessu tilfelli," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner