Íslenski landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson þurfti að fara af velli í 2-0 tapi Slask Wroclaw fyrir Radomiak Radom en hann hlaut þungt höfuðhögg í fyrri hálfleiknum.
Daníel var í byrjunarliði Slask og var að gera vel áður en hann lenti í samstuði undir lok fyrri hálfleiksins. Inn í klefa eftir leik var hann saumaður en gat ekki haldið leik áfram.
Slask tapaði leiknum með tveimur mörkum og þá fengu þrír liðsfélagar Daníels rauða spjaldið. Það er vonandi að Daníel sé í lagi þrátt fyrir þetta þunga höfuðhögg. Slask er í 13. sæti með 16 stig.
Kolbeinn Þórðarson lagði upp fyrsta mark Lommel í 4-3 tapi fyrir U23 ára liði Club Brugge. Lommel var tveimur mörkum yfir en Kolbeinn lagði svo upp fyrsta mark Lommel áður en liðið skoraði tvö mörk til viðbótar og kom sér í góða stöðu. Brugge kom til baka undir lokin og gerði tvö mörk áður en flautað var til leiksloka. Kolbeinn fór af velli undir lokin. Lommel er í 7. sæti belgísku B-deildarinnar með 12 stig.
Jón Dagur Þorsteinsson fór af velli í hálfleik er Leuven tapaði fyrir Genk, 1-0. Leuven er í 5. sæti með 20 stig.
Willum Þór Willumsson lék allan leikinn er Go Ahead Eagles gerði 1-1 jafntefli við Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Eagles eru í 13. sæti með 9 stig.
Þá kom Viðar Ari Jónsson inná sem varamaður á 58. mínútu er Honved tapaði fyrir Puskas akademíunni, 1-0. Honved er í 10. sæti með 10 stig.
Leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi, Birkir Bjarnason, kom inná sem varamaður á 87. mínútu er Adana Demirspor vann Kasimpasa, 4-1, í tyrknesku úrvalsdeildinni. Adana heldur toppsætinu með 21 stig.
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Barnsley í ensku C-deildinni. Hann fór af velli þegar um það bil fimmtán mínútur voru eftir, en Bolton er í 7. sæti með 21 stig.
Albert í sigurliði
Albert Guðmundsson byrjaði í 2-1 sigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni. Albert fór af velli undir lok leiks en Genoa er í 5. sæti með 18 stig.
Hjörtur Hermannsson kom inná sem varamaður á 66. mínútu er Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Pisa hefur byrjað tímabilið illa og er í 18. sæti með 7 stig.
Atli Barkarson kom inná á 69. mínútu í 1-0 tapi SönderjyskE fyrir Helsingör í dönsku B-deildinni. SönderjyskE er í 4. sæti með 24 stig. Ísak Óli Ólafsson spilaði þá allan leikinn fyrir Esbjerg sem gerði 2-2 jafntefli við B93. Esbjerg er í 2. sæti C-deildarinnar með 23 stig.
Athugasemdir