Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. október 2022 11:20
Aksentije Milisic
Toney varð fyrir kynþáttaníð eftir leikinn í gær

Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, gerði tvennu í gær fyrir liðið þegar það lagði Brighton að velli með tveimur mörkum gegn engu.


Fyrra mark Toney var frábært en hann skoraði það með skemmtilegri hælspyrnu en síðara markið kom af vítapunktinum og var mjög öruggt.

Þegar Toney kíkti á símann sinn eftir leik biðu hans ömurleg skilaboð á Instagram. Þar er ungur einstaklingur með kynþáttaníð í garð Toney en leikmaðurinn tók skjáskot af skilaboðunum og setti á Twitter.

„Ég ætlaði ekki einu sinni að pósta þessu en ég vaknaði reiður..." skrifaði Toney þegar hann setti inn skjáskotið á Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna frá Toney og skilaboðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner