Fimmtán mánuðir eru liðnir frá því Gylfi var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.
Málið er enn á borði lögreglunnar í Manchester en lögreglan hafði ítrekað óskað eftir framlengingu á farbanni frá því hann var handtekinn.
Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær niðurstaða fæst í málið en Fréttablaðið hafði samband við lögregluna í Manchester og fékk þá þetta svar:
„Það er engin endanlegur tímarammi sem slíkur vegna þess að við þurfum að tryggja að framkvæmd sé ítarleg rannsókn áður en skoðað er að fara með málið fyrir dómstóla. Á þessari stundu er vonandi ekki langt í niðurstöðu."
Gylfi er án félags eftir að samningur hans við Everton rann út í sumar.
Athugasemdir