Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Anna Björk spáir í leiki 17. umferðar í Pepsi-kvenna
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landar Breiðablik titlinum í dag?
Landar Breiðablik titlinum í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Næstsíðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram klukkan 17:00 í dag.

Breiðablik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Selfyssingum. Þá er allt undir í fallbaráttuslag KR og Grindavíkur.

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir spáir í leiki umferðarinnar.



Þór/KA 1 -2 Valur (17:00 í dag)
Valur gerir góða ferð til Akureyrar og nær að stela sigri eftir mjög jafnan leik og slekkur á titilvonum Þór/KA. Varnarmenn munu sjá um markaskorunina í þessum leik.

KR 1 - 2 Grindavík (17:00 í dag)
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og hart barist en Grindavík nær hinsvegar að merja fram sigur á síðustu mínútunum. Það gerir lokaumferðina spennandi um hvaða lið verður áfram í Pepsi á næsta ári.

FH 0 - 3 Stjarnan (17:00 í dag)
Stjarnan vill klára sumarið með stæl og siglir þessum sigri auðveldlega heim. Adda og Anna María skora sitthvort markið.

ÍBV 1 - 0 HK/Víkingur (17:00 í dag)
Alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja og markið kemur beint úr horni í frekar lokuðum leik.

Breiðablik 3 - 1 Selfoss
Búið að vera frábært að sjá ungt lið Breiðbliks spila gríðarlega vel og klára sína leiki í sumar þó þær hafi misst mikilvæga leikmenn. Þær vilja tryggja titilinn heima og byrja þennan leik af krafti, komast í 2-0 í fyrrihálfleik með mörkum frá Berglindi og Fjollu. Selfoss nær að klóra í bakkann en nær komast þær ekki og Blikar vinna deildina.

Fyrri spámenn:
Helena Ólafsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (3 réttir)
Daði Rafnsson (2 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (2 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (2 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (2 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (2 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner