Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 18. apríl 2022 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli vildi ekki svara - Arnar segir óeðlilegt að Eggert spili
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martin Hermannsson, besti körfuboltmaður þjóðarinnar, skaut á það fyrr í kvöld að Eggert Gunnþór Jónsson fengi að spila með FH í Bestu deildinni á meðan lögreglan rannsakar mál hans.

„Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin," skrifaði Martin á Twitter.

Eggert og Aron Einar Gunnarsson eru sakaðir um kynferðisbrot þegar þeir voru í landsliðsverkefni í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug.

Rannsókn lögreglu lauk fyrir rúmum mánuði og fór málið í framhaldinu til ákærusviðs lögreglunnar sem sendi embætti héraðssaksóknara málið undir lok síðasta mánaðar. Ekki hefur komið fram hvort verði gefin út ákæra í málinu eða ekki. Þeir neita báðir sök.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var í viðtali við Stöð 2 Sport eftir tap gegn Víkingum í kvöld þar sem hann var beðinn um svör við spurningu Martins. „Ég svara því ekki," sagði Ólafur.

Arnar Sveinn segir það ekki eðlilegt
Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, tjáði sig um málið á Twitter. Hann segir það ekki eðlilegt að Eggert spili á meðan rannsókn er í gangi.

„Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi," segir Arnar.

Sjá einnig:
Martin spyr hvort það sé eðlilegt að Eggert sé að spila

Hér að neðan má sjá viðtal Fótbolta.net við Ólaf eftir leikinn í kvöld.


Óli Jó: Við þurfum að athuga það
Athugasemdir
banner
banner
banner