Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 18. júlí 2023 23:22
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rúnar Kristins: Rifum upp sprittbrúsa og höldum leikmönnum í sundur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er miklu skemmtilegra þegar fólk mætir og styður okkur. Við Heimir erum náttúrulega góðir félagar og höfum mæst marg oft. Við þekkjum hvorn annan nokkuð vel. Þetta verða oft nokkurskonar refskákir og úr varð ein slík í dag," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigur gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

"Stefán kom inn og gerði ofboðslega vel fyrir okkur. Svo kemur Luke inn og við færum Stefán upp á topp. Þeir tveir bjuggu til þetta mark upp á eigin spýtur. Það er ofboðslega gaman að Luke sé loksins búinn að setja mark sitt á leik fyrir okkur KR-inga því hann er búinn að fá nokkur tækifæri til þess í sumar en ekki nýtt þau næginlega vel. Í dag vinnum við á marki frá honum sem er kærkomið."

Í stöðunni 0-0 varði markvörður KR víti sem Rúnar vill meina að hafi lagt grunninn að sigrinum. 

"Simen ver glæsilega úr vítinu og frákastinu. Við erum með góðan markmann í honum og Aroni. Simen í rauninni vinnur fyrir okkur þrjú stig í dag með þessari vörslu. Þetta kom með auka kraft og aukna trú fyrir síðustu mínúturnar. Markmenn geta bæði unnið og tapað leikjum fyrir mann en núna vann hann leikinn fyrir okkur. "

Nokkrir leikmenn KR voru fjarverandi í kvöld vegna magapestar. Er einhver hópsýking í gangi?

"Já því miður kom upp einhver sýking. Jóhannes missti allt út úr sér í dag og Olav Öby tilkynnti okkur það sama rétt fyrir leik. Sigurður Bjartur hefði ekki spilað vegna meiðsla en það fer líka allt í klósettið hjá honum. Þetta er ekki gott og við erum að reyna að stía leikmönnum í sundur. Við vorum komnir með sprittbrúsana á loft sem við vorum með í Covidinu og pössum að leikmenn séu ekki að hittast. Við gefum þeim frí á morgun og reynum að halda þeim í sundur svo við missum ekki fleiri í veikindi."

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net virðast menn hafa veikst eftir að liðið fékk sér súpu saman í aðdraganda leiksins.



Félagaskiptaglugginn opnaði í dag. Sögusagnir hafa verið uppi um að Grétar Snær Gunnarsson og Aron Snær Friðriksson séu á förum frá KR. Á Rúnar von á miklum breytingum? "Nei ég á ekki von á breytingum Grétar er eina spurningamerkið. Að öðru leyti er enginn á leið út frá okkur af þeim leikmönnum sem eru að spila reglulega. Það fara kannski einhverjir ungir leikmenn í KV eða eitthvað slíkt. Aron er ekki að fara neitt. Grétar er eini leikmaðurinn sem gæti farið. Ef FH fær leyfi til að sækja hann núna þá fer hann. Ef ekki verður hann bara hjá okkur nema einhver vilji fá hann lánaðan. 

En koma leikmenn inn? "Við höfum verið í einstaka viðræðum en það er erfitt á þessum tímapunkti."

Allt viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner