Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso spilaði sem miðvörður - „Hann var mjög góður"
Mynd: EPA

Marcos Alonso leikmaður Barcelona spilaði sem miðvörður við hlið Jules Kounde og síðar Gerard Pique þegar liðið sigraði Villarreal í spænsku deildinni í kvöld.


Alonso er vanur því að spila sem vinstri bakvörður en Xavi stjóri Barcelona var ánægður með frammistöðu spænska leikmannsins í kvöld.

„Hann aðlagast miðvarðarstöðunni fullkomlega. Hann var mjög góður í dag sem og öll varnarlínan, Alba, Sergi (Roberto) og Jules (Kounde)," sagði Xavi.

Alonso gekk til liðs við Barcelona frá Chelsea í sumar en hann hefur leikið þrjá leiki fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner