Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fim 20. október 2022 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anchelotti skipaði Valverde að skora tíu mörk - „Ekkert eðlilegur"
Mynd: EPA

Federico Valverde leikmaður Real Madrid skoraði sjötta mark sitt á tímabilinu þegar liðið sigraði Elche 3-0 í gærkvöldi.


Carlo Anchelotti stjóri liðsins þakkar honum fyrir að stjórinn verði að öllum líkindum áfram hjá félaginu á næsta tímabili.

„Valverde er ekkert eðlilegur. Ég trúi því að hann muni skora meira en 10 mörk á tímabilinu svo ég er öruggur í starfi," sagði Anchelotti.

Fabrizio Romano greinir frá því að Anchelotti hefði tilkynnt Valverde í ágúst að ef hann myndi ekki skora í það minnsta 10 mörk myndi stjórinn yfirgefa félagið.

Það er svo sannarlega útlit fyrir að Valverde nái þeim fjölda.


Athugasemdir
banner
banner
banner