Federico Valverde leikmaður Real Madrid skoraði sjötta mark sitt á tímabilinu þegar liðið sigraði Elche 3-0 í gærkvöldi.
Carlo Anchelotti stjóri liðsins þakkar honum fyrir að stjórinn verði að öllum líkindum áfram hjá félaginu á næsta tímabili.
„Valverde er ekkert eðlilegur. Ég trúi því að hann muni skora meira en 10 mörk á tímabilinu svo ég er öruggur í starfi," sagði Anchelotti.
Fabrizio Romano greinir frá því að Anchelotti hefði tilkynnt Valverde í ágúst að ef hann myndi ekki skora í það minnsta 10 mörk myndi stjórinn yfirgefa félagið.
Það er svo sannarlega útlit fyrir að Valverde nái þeim fjölda.
Athugasemdir